Færsluflokkur: Ferðalög
Fimmtudagur, 28. apríl 2011
Adelaide – Kuala Lumpur.


Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. apríl 2011
Ástralía kvödd





Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. apríl 2011
Hjólastígar







Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. apríl 2011
Golf - down under





Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. apríl 2011
Vínekrur








Ferðalög | Breytt 23.4.2011 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. apríl 2011
Handorf



Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. apríl 2011
Náttúran





Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. apríl 2011
Adelaide






Ferðalög | Breytt 22.4.2011 kl. 04:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Álftanes - Ástralía
Það er dáldið sérstök tilfinning að fara yfir miðbaug í fyrsta skipti. Manni líður eins og ég held að landkönnuðum hafi liðið á öldum áður á leið inn á ókunnar slóðir. Ég dreymdi um þetta augnablik þegar ég var lítill, las allt sem ég komst yfir um ókunn lönd og ferðalög. Nú er komið að því.Við erum í mörg ár búinn að leggja drög að því að fara down under eins og það heitir að vera í Ástralía. Nú kom tækifærið, eiginlega þríþætt. Vinir okkar Mike og Paula frá Orlando voru að fara þangað í 4 vikur, en þau höfðu verið að vinna þar um nokkurra ára skeið á árum áður. Það er ráðstefna í Melbourne sem mér langar að sækja og ég á enn eftir að nýta mér að fljúga sem gestur með Air Atlanta, en fyrir þau hef ég unnið í mörg ár.
Þriðjudagsmorgun kl 06.00 þ. 12 apríl er haldið af stað til Frankfurt. Það er ekki laust við að ég sé búinn að vera með í maganum í dáldinn tíma, þettta er ógnarferðalag. Í Frankfurt leigðum við bíl og fórum niður í Rínardal, fyrst við Lorelay, þaðan niður til Koblenz og upp Móseldalinn. Þegar klukkan var að verða 18.00 stoppuðum við á Hótel Piltzen í fallegu umhverfi Mósel. Fengum þar fínt herbergi, og vínarsnitzel. Snemma morgunin eftir var veðrið fallegt, fljótabátar sigldu upp og niður ánna. Fínn morgunmatur, gögnuferð og svo áfram af stað.Við stoppuðum í Cochum við Mósel fyrir hádegisverð og gengum um gamla bæinn. Síðan áfram til Luxemborgar á móts við áhöfn Air Atlanta. Fengum að vita að það var seinkun á fluginu frá kl 0200 til 0600, þannig að við skelltum okkur inn á áhafnarhótelið. Við snæddum fínan kvöldverð,smá kokteil og vöknuðum kl. 03.00, hálfrotuð.
Við hittum áhöfnina ,Jónana tvo kl 0400 í móttökunni miðvikudagsmorgun 13. apríl og svo tókum við leigubíl út á flugvöll. Ég grínaðist nú við þá að þetta yrði Jónar transport. Það var heilmikið brölt að komast í gengum flugstöðina áhafnarmegin og svo í rútu út að vél. Þarna beið hún í mogunhúminu TF-ANC, 400 tonna Boeing 747-400 Cargo flykki. 100 tonn af frakt, 90 tonn af eldsneyti, tveir flugmenn og þrír farþegar. Ekki laust við að stoltið fylti mig, að vera íslendingur og starfa fyrir félagið. Það tók skamman tíma að ræsa ferlíkið, og svo í loftið, áfangastaður Baku í Azerbajan. Við gátum lagt okkur á dýnur og það gerði hleðslumeistarinn loderinn Chris frá Suður-Afríku sem var með okkur líka. Eftir tæpa 5 klst vorum við að koma inn til lendingar í Baku, og ég fékk að sitja frammí. Stórfenglegt í einu orði sagt, þvílíkt tæki, og þvílíkir snillingar flugmennirnir, eins og að svífa á teppi og tylla fótum niður. Við stoppuðum í Baku í um 2 tíma til að taka eldsneyti og fulltrúi tollyfirvalda kom um borð, í flottum einkennisfatnaði að hætti rússneskra embættismanna. Það var smá stímabrak, ég held út af engu og svo aftur af stað. Nú var það 8 tíma leggur til Singapore. Það var fengið sér að borða, lesið, hlustað á ipod og lagt sig.

Svo var það Singapore, kl var um 0200 að staðartíma 14 apríl þegar að við lenntum. Við kvöddum áhöfnina með virktum og tókum bíl niður á hótel í miðbæ. Gistum á Raffals, og pöntuð okkur hressingu á herbergið. Það var nánast þríréttað með öllu. Singporebúar eru mjög þjónustulundaðir, það snérust allir í kring um okkur hvert sem við fórum. Í rúmið kl 0500 og upp kl 10.00, sól hiti og mikill raki. Morgunmatur á svölunum og svo út í bæjarferð. Við gengum í um 4 klst. og fórum að sjá Skypark, sem er alveg stórkostlegt mannvirki, myndirnar verða að lýsa þessu. Fengum okkur "orginal Singapore Sling" á Long Bar og
fórum á mjög gott hlaðborð á Raffals, engu líkt, meira að segja managerinn gaf sig á tal við okkur og snérist í kring um okkur eins og hitt starfsfólkið, nánast í takföstum tangó án tónlistar.
Singapore Melborne
Út á flugvöll aftur, ekki að grínast, nú var það Bentley með bílstjóra að hætti úrtrásarvíkinga. Það kom í ljós að við höfðum unnið hug starfsmannan í móttökunni með því að segja þeim frá Íslandi, mæra þjónustuna og gefa þeim smá þjórfé. Út á flugvelli var ys og þys og nú var flogið með Emitates-flugfélaginu í Boeing 777 til Melborne í Ástralíu átta og hálfur tími. Eftir um klukktímaflug fórum við yfir miðbaug. Ég get ekki sagt að ég hafi tárast, en tilfinningi var góð. Hún er sú sama eins og þegar maður er búin að vera lengi að vinna að einhverju og nær takmarki- ólýsanlegt, við gerður high five og skáluðum. Við gátum eitthvað sofið á leiðinni en ekki mikið, það var barnafjölskylda rétt hjá og við sýndum samstöðu og samúð.Við lentum um kl 0800 í Melborne, nú 16. Apríl. Það tók óhemjumtíma að fara í gegnum vegabréfa og tollskoðun. Um kl 10.00 vorum við komin út, leigðum bíl og ég brunaði á ráðstefnuna Australian Spine Society annual meeting þokkalegt, einbeitingin ekki upp á hið besta. Seinnipartinn, keyrðum við til gamans út í Albert Park þar sem Formúlu 1 keppnin er háð við erum oft búin að horfa á þetta svæði í sjónvarpinu.

Við keyrðum einn hring á 30 og lögðum okkur með framsætin hölluð á þjónustusvæðinu fullkomnun.Svo var bara að drífa sig út á flugvöll og Jetx Airbus 320,50 mín til Adelaide. Við lenntum um kl 21.00. Þar biðu Mike og Paula vinir okkar eftir okkur, það voru fagnaðarfundir. Þau hafa leigt þar ágætis 3 svenherbergja raðhús við ströndina í 4 vikur en við ætlum að dvelja hjá þeim í 9 daga.
Í vændum m.a. heimsókn til Peter Lehman og Jacob´s Creek í Barossa dalnum hér fyrir ofan.
Meira síðar .......

Ferðalög | Breytt 21.4.2011 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 3. maí 2010
Að ferðast í huganum.
Já það varð nú styttra ferðalagið mikla hjá mér en til stóð. Ég komst ekki einu sinni út á Keflavíkurflugvöll. Fyrst var ég gosteptur í Köben, svo með seinkun vegna verkefna og síðan yfirvofandi flugtafir og hjartans mál sem þurftu aðhlynningu. Svona er það, en ég get allaveganna huggað mig við það að viðhaldið fékk rétt viðhald þegar það tengdist tölvukerfi BMW og í ljós kom að frá upphafi hafði það verið vitlaust forritað. Nú gengur það eins og klukka, ja hérna, það var virði alls vesensins. MIkið væri það nú gaman ef við mannfólkið værum eins og gætum bara tengt okkur við tölvu til að laga gangtruflanir og galla. Kannski er það hægt, með endurforritun hugsana viðbragða og útþurkun á gömlum forritum ásamt olíuskiptum.
Ég er með vinum mínum í huganum í Skotlandi, á mínum æskuslóðum.
Þeir sem vilja fylgjast með þeim geta gert það á skotland2010.blog.is
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)