Færsluflokkur: Ferðalög

Að vera undirseldur náttúrunni.

img_1537.jpgimg_1529.jpg

Nú er þetta að bresta á, draumaferðalagið, enn eldgos setur strik í reikninginn. Sjálfur var ég gostepptur í Kaupmannahöfn fram á miðvikudag. Vinnann kallar sem stöðugt er að skemma fyrir fríinu og leikgleðinni. Ég var með verkefni sem ég varð að ljúka og því fer ég ekki út fyrr enn á fimmtudagsmorgun. Hjólin eru nú um borð í fraktskipi úti á miðju Atlantshafi og Hilmar ferðafélagi okkar er með, sennilega í meðallagi sjóveikur. Skipið kemur til Immingham (Grimsby) í fyrramálið, mánudaginn 26.apríl. Ferðafélagar mínir eru á leið í rúti á Akureyri, síðan til Glasgow í Skotlandi. Þeir verða þar snemma morguns, og þá tekur við rútuferð til Grimsby, sennilega um 5 klst. Það verður frekar lágt á þeim risið um hádegi á morgun þegar þeir fara niður á höfn í Immingham að tæma gáminn. Ég er samkvæmt læknisráði, læknir ferðarinnar, búinn að ráðleggja þeim að vera ekki mikið á ferðinni á hjólunum á morgun, en fara og hvíla sig. Að vera í vinstri umferð er erfitt fyrir óvana, en án áskorunar er lífið lítils virði.


Að vera á leið í ferðalag !

bmw_979991.jpgÞað er ólýsanleg tilfinning að vera á leið í skemmtilegt ferðalag. Ferðalagið er markmið í sjálfu sér, og jafnframt áfangi. Eftir langan undirbúning í allan vetur, í kulda og trekki er vorið að koma. Rýnandi yfir kort og bækur, leitandi á netinu, nú er komið að því. Það fylgir þessu ákveðin frelsistilfinnig. Við erum nokkur saman sem ætlum okkur að kannandi strendur, hálendi og eyjar Skotlands. Það er núna í lok Apríl og byrjun Maí sem það skeður, undan því verður ekki vikist. Farskjóttin er mótorhjól, viðhaldið mitt til margra ára BMW R1150 RT silfurgjláandi og speglandi í vorsólinni. Hver fer á sínu, sumir tvímenna en allir hafa sama markmið. Þetta gengur út á það að hafa gaman saman, njóta ferðalagsins, sjá nýja staði, en fyrst og fremst að líða áfram á fáknum sínu engum háður.Nú er að að gera klárt, koma fáknum úr vetrardvala, starta, hlusta og vona að allt sé í lagi. Skipta um olíu, bóna og strjúka, athuga loftið í dekkjunum og svo af stað. Vonandi að þetta virki allt. Nú tekur við sársaukafullur ferill, og það er að skilja við fákinn í hendur annara og senda hann á ókunnar slóðir, þó það séu slóðir víkinga og nú útrásarvíkinga. Það verður léttir þegar endurfundir verða og við fullvissum okkur að fáknum hafi ekki orðið meint af ferðalaginu og ég get klappað honum aftur.Á næstu dögum ætla ég að setja á bloggið ferðaáætlun og leyfa ykkur svo að fylgjast með í myndum, text og jafnvel hljóði. Takmarkið er að þeir sem fylgjast með fái þá tilfinningu að þeir líði með í huganum og kanni ókunnar slóðir og upplifi eitthvað nýtt með mér og ferðafélögum mínum. Þetta veit ég að mörgum langar til.Meira seinna. Hjólin fara í gám á næstunni og ferðin hefst 26. apríl í Immingham í Englandi.

Mótorhjólaferð Skotland 2010

mbl.jpg

Nú fer að styttast í það að við nokkrir félagar úr BMW mótorhjólakúbbnum á Íslandi förum í draumaferð til Skotlands.

Það hefur farið heill vetur í undirbúning.

Hjólin fara út með gámi til Grimsby í  Englandi á næstu dögum og við fljúgum út til London mánudaginn 26.apríl n.k.  Það verður rúta til Grimsby og svo verður heill dagur í undirbúning.  Ætlunin er að fara "hring " um Skotland, ströndina og eyjarnar, eitthvað kíkjum við í hálöndin.  Það er mikill spenningur í hópnum sem telur vel á annan tug farskjótta og fleiri reiðmenn, á sumum verður tvímennt.

 

Nánar síðar á blogginu - fylgist með.

 

1200gs.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Til að hita upp þá er þessi mynd er tekin sumarið 2009,  Dr. GB í Hrauneyjum á hjóli Páls Kára GS 1200 GS sem hann góðfúslega lánaði mér , ógleymanleg ævintýraferð um hálendi Íslands.


Að leiðarlokum

GBogKAJidisneyÞað er nú liðin rúm vika síðan við lukum við ferðina okkar yfir þver Bandaríkin. Ég ætlaði að vera duglegur og skrifa hugleiðingu strax eftir ferðalokinn en ég held að þreytan hafi verið farin að síga í. Það tekur meira á en maður heldur að vera á svona löngu ferðalagi í nær 3 vikur.Er mikið mál að fara svona ferð ? Svarið er - nei, en það þarf góðan undirbúning. Við lágum yfir kortum s.l. vetur og reyndum að finna skemmtilega leið með mikið af "scenic routes" en jafnframt að við gætum heimsótt vini okkar í Los Angeles, í Colorado og í Chicago. Það hefði verið gaman að heimsækja frændur mína og tvímenninga mína Paul og Earl í Delaware, en til þess vanst ekki tími núna við gerum bara sérferð seinna.Þeir sem vilja gera eitthvað líkt þessu þurfa að áætla a.m.k 2 vikur í ferðalagið að mínu mati. Líklega er ódýrast þegar upp er staðið að kaupa sér bíl. Þetta má gera á ýmsan hátt, á E-bay, eða gegnum bílasala. Það má hugsa sér að enda ferðina þá á því að setja bílinn í skip í Norfalk í Virginiu, senda hann heim, eiga hann eða selja.Gisting er ekkert vandamál. Það er allstaðar nóg framboð af góðri gistingu. GPS tækið (Garmin Nuvi 770) Reyndist hinn mesti þarfagripur, það er t.d. hægt að láta "hana" finna hótel, hraðbanka eða spítala og leiða mann þangað.Við reyndum að leggja af stað snemma, þá hefur maður allan daginn fyrir sér og getur stoppað oftar. Við reynum líka að taka langa leggi 2-3 daga í röð og stoppa síðan í nokkra daga á milli.Hvað var skemmtilegast ? - ekki gott að segja, líklega að heimsækja alla vini okkar. Hvað var fallegas ? Miklagljúfur er einstakt "breathtaking" eins og þeir segja, sömuleiðis steinbogarnir í Utah, Klettafjöllin og Blue ridge parkway.Og hvað næst ? - ég stakk upp á við Helgu að fara "hringinn" ------ "Long way round" - í kringum jörðina. Hún sagði ekki nei ! Ætli það verði ekki önnur styttri ferðalög fyrst. Takk fyrir að fylgjast með vonandi hafa allir haft gaman og gagn af þessu. Nú er bara að blogga um næsta ferðalag okkur til skemmtunar.

Komin heim

homeÞá erum við komin heim úr ferðinni löngu og allt gekk vel. Við lentum í miklum "thunderstorm" leið inn í Orlando, og það hellirigndi í meir en hálftíma. Við renndum upp að Arnarlæk um kl 18.30 í gærkvöldi (miðvikudag) þá búin að ferðast 4009 mílur (6451 km) í 19 daga. Allt gekk vel í ferðinni og ekkert óvænt kom uppá sem betur fer. Bíllinn stóð sig óaðfinnanlega, við tönkunum u.þ.b 10 sinnum og eyðslan var um 30 mílur/gallonið ( 8,7 lítrar á 100 km) og hreyfði nánast ekki olíuna. Við vorum ansi lúin í gærkvöldi og slöppuðum af og hugleiddum það sem fyrir hefur borið. Ég ætla á morgun að vera með síðasta pistilinn úr þessari ferð með smá hugleiðingu um ferðina og hvernig undirbúa má svipuð ferðalög.

...því enginn dagur er öðrum líkur.

blueridge10Ég hélt satt að segja að við ættum ekki eftir að upplifa meira og stórkostlegra en við höfum gert fram að þessu. Við vöknuðum snemma á þriðjudegi og fóru af stað í fjöllum North Carolina. Veðrið var eins og best gerist heiðskírt, logn og hiti um 20 gráður C. Við ókum aftur upp í fjöllin með opinn bílinn í morgunsólinni – fullkomið. Eftir um 13 mílur komum við upp á Blue ridge parkway og stefndum í suður. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu, mér dettur í hug ef maður ímyndar sér Kambana skógíklædda og við værum allan daginn að aka upp og niður nema það er engin umferð, engir trukkar, engin gatnamót og 20 stiga hiti og sól. Myndirnar geta kannski bætt einhverju við þessa lýsingu á þeirri tilfinningu sem það er að aka þessa leið og virða fyrir sér útsýnið. “Ólýsanlegt” er því rétta orðið. Þegar við vorum búin að aka þennan veg í nokkra klukkustundir, ferðast kannski 100 mílur taka 1000 beygjur og sveiflast milli 2500 og 5000 feta hæðar vorum við eiginlega orðin “södd” ef það er nú hægt í svona umhverfi. Við stefndum því niður á sléttur Georgiu, fórum fyrst snúinn veg í Norður Carolina úr mikilli hæð og svo í gegnum Suður Carolina og yfir í Georgia. Hitinn fór hækkandi eftir því sem neðar kom og á daginn leið, var orðinn um 36 gráður C seinnipartinn. Við fórum hraðbraut 85 og svo veg 15/441 sem okkur er að góðu kunnugur en hann liggur gegnum Orlando og niður til Miami í gegnum sveitina fram hjá okkur. Smám saman varð allt sléttara og við fórum að kannast við okkur enda ekki nema 400 mílur að heiman þegar við renndum í hlað hjá vinum okkar Bud og Edit Jacquin í bænum Macon á miðjum sléttum Georgiu. Já - hvernig þekkjum við þau ? Því er frá að segja að þau bjuggu á móti okkur þar sem við áttum fyrst hús í Ventura í Orlando í 10 ár. Þau eru bæði fullorðin og löngu komin á eftirlaun. Okkur varð vel til vina ,en þau fluttu norður fyrir tveimur árum til að vera nær börnum sínum. Golfbíllinn sem núna stendur inn í skúr hjá okkur, og við höfum haft mikið gaman af, skildu þau eftir hjá okkur til varðveislu. Það urðu fagnaðarfundir, og við fórum og ætluðum að fá okkur bita, en það var búið að loka öllum almennilegum veitingastöðum ,þegar við komust af stað, af því það var frá svo mörgu að segja. Fengum okkur því smá skyndibita og hvítvín og sýndum þeim myndirnar úr ferðinni. Við ætluðum aldrei að komast í háttinn þó við værum orðin ansi framlág. Á morgun miðvikudag - heim stystu leið 400 mílur og stefnum að því að vera komin heim á “happy hour” hjá vinum okkar og nágrönnum Guðna og Svanlaugu á Eagle Creek.

Á leið í fjöllin

tankingVið fórum ekki mjög snemma af stað þrátt fyrir góðar fyrirætlanir. Porterinn sem var vel í holdum sótti bílinn og lagði fyrir utan hótelið í miðbæ Cincinnati. Mér var nú ekki alveg sama um vagninn sem ég sé varla af. Þetta er líklega eins og að eiga góðan fallegan og tryggan hund, honum má ekki bjóða hvað sem er. Ég lét mig nú samt hafa það og krossaði fingurna að hann færi nú ekki að taka einhvern morgunrúnt í miðbænum og rispa felgurnar á kantsteininum. Þarna var hann fyrir utan eins og ég hefði skilið hann þar eftir kvöldið áður. Við ókum út úr Cincinnati, yfir ánna í næsta fylki Kentucky eins og frú Garmin skipaði fyrir. Þaðan þræddum við Ohio ánna, þó mest Ohio megin næstu tímana. Lunch á “Mamas grill”, alveg eins og staðirnir gerast best í sveitum Ameríku, egg og skinka appelsínu safi og kaffi, - nammi namm ! Áfram í austur og yfir í Vestur-Virginiu og síðan í Virginiu. Við eltum dalina í fjöllunum aðallega á vegi 64/77 sem er hraðbraut og liðast um landið, í djúpum giljum og göngum. “Fjöllin” – ef svo mætti kalla, urðu sífellt hærri og landið hækkaði. Veðrið var ákjósanlegt 25-28 gr C og við gátum flett af blæjunni mestan hluta dagsins. Við stefndum á takmark okkar Blue ridge parkway. Þessi vegur var byggður á árunum 1930-35 sem atvinnubótarvinna í kreppunni. Vegurinn liggur frá Pensilvania í norðri niður í Georgia í Appalacia fjöllunum (Smokey mountains) um 250 mílna vegalengd. Hann hefur engan annan tilgang en að láta þann sem fer um hann njóta útsýnisins þar sem hann liðast um fjallatoppanna. Engir trukkar, engin gatnamót, bara sléttur malbikaður vegur í skóglendi þar sem horft er á dalina fyrir neðan. Þetta er vegur fyrir “fíkla” - ég meina þá sem hafa gaman af ferðalögum, útvist, fallegri náttúru og góðum bílum. Við vorum orðin dálítið lúin um kvöldmatarleitið og spurðum frú Garmin hvar gott væri að gista. Hún benti okkur á Best Western-Inn í 10 mílna fjarlægð þá komin í fjöll North Carolina. Við þangað, fórum á Subway (svindluðum á kúrnum) og fengum okkur hressingu. Svo er það bara að safna kröftum fyrir mogundaginn. Það verður áfram veisla fyrir okkur, 170 mílur af Blue ridge parkway, svo Smokey mountain National park og niður á sléttur Georgiu. Við eru búin að tryggja okkur gistingu hjá vinum okkar þar, segi meira frá því í næsta pistli.  Setti inn fleiri myndir.

Frá Chicago til Cincinnati

leavingthorsesVið vorum frekar þreytt eftir síðustu kvöldmáltíðina í Barrington og komust ekki af stað fyrr en upp úr hádegi. Frú Garmin tók okkur inn að miðborg Chicago og svo í suður. Við gátum haft blæjuna opna í um 25 stiga hita C. Umferðin var skelfilega mikil og hröð á miðjum sunnudegi. Við þurftum að taka bensín í suðurhluta Chicago, þar er mikil fátækt. Áfram fórum við á vegi 80 í austur til Indiana fylkis og svo í suður á vegi 65 til Indianapolis. Leiðin var tilbreytingarlítil, akrar og býli þegar við komust út úr borginni. Við Indianpolis gerði rúmlega hellidembu í 10-15 mín en það hafði verið að þykkna upp allan eftirmiðdaginn. Við fórum í austur og stefndum á Ohio. Helga hringdi og pantaði gott hótel í miðborg Cincinnati og þegar þangað kom tók á móti okkur dyravörður í kjólfötum. Það kom í ljós að hótelið er eitt af nokkrum sem komast á lista yfir “historical hotels” Verðið var gott enda sunnudagskvöld. Við fórum í kvöldgöngu, fengum okkur bita sportbar - hér er mannlífið öðruvísi, útlit, framkoma og fleira. Ef til vill “evrópskra”. Kannski er maður næmur á svona núna eftir að hafa ferðast í gegnum þetta mikla land. Á morgun “Smokey mountains” ekki laust við að það sé tilhlökkun í áhöfninni, og ég vona að frú Garmin hafi hvílist líka vel.

Sumarsólstöður í Chicago

sanfillipohousegardenVið höfum verið um helgina hjá vinum okkar Gunnari Thors og Guðrúnu Vigdísi Jónsdóttur í Barrington Illinois. Barrington er úthverfi Chicago og þar hafa þau komið sér vel fyrir í húsi frá sjöunda áratugnum í “funkis” stíl. Húsið mun hafa verið byggt að þeirra sögn fyrir fyrri konu einhvers M-fíósa sem yngdi upp. Þau hafa búið hér í 4 ár og hafa verið að gera húsið upp á sinn hátt. Ólíkt því sem við eigum að venjast er lóðin stór eða um 5 ekrur ( um 2 hektarar). Ég var spurður að því hvernig við þekkjum Gunnar og Guðrúnu. Það er þannig að við vorum þrjú saman í Læknadeildinni í Háskólanum og útskrifuðumst árið 1984 og varð vel til vina. Eftir kandidatsár fórum við til Svíþjóðar en þau til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Við höfum alltaf haldið sambandi og meira nú á seinni árum. Gunnar og Guðrún reka fyrirtækið “Midwest plastic surgery” með fegrunarlækningar og ýmislegt því tengt. Á föstudagskvöld voru þau búin að bóka okkur með sér á s.k. “fundraiser” eða styrktartónleika fyrir kór sem dóttir þeirra Edda er í. Boðið var haldið á heimili Sanfillipo fjölskyldunnar hér í nágrenninu. Fjölskyldan lifir á auð sem byggir á einkaleyfi á aðferð til að hreinsa hýði af hnetum. Ég verð að segja að ég hef aldrei komið á annan eins stað í lífi mínu og hef ég þó séð ýmislegt um ævina. Jasper Sanfillipo fjölskyldunnar hefur byggt 44.000 ferfeta ( 4000 fermetra) hús á 57 ekrum ( 23 hektarar). Ástríða hans er tónlist og söfnun á munum tengdri tónlist. Á heimilinu er tónleikasalur sem hýsir 300 manns og pípuorgel með 8000 röddum. Þeir sem ekki trúa þessu geta skoðað myndirnar eða lesið sig frekar til á tenglinum http://www.forbes.com/forbes/2003/1006/286.html Í gær (laugardag) fórum við og hjóluðum öll um 15 mílur á s.k. Fox trail sem liggur með fram Refalæk (Fox river) hér í nágreninu. Þá heimsóttum við Robert og Terry Davis sem eru fullorðin hjón sem búa hér í nágreninu og hafa rekið kvikmyndafyrirtæki. Bob kynntist föður mínum árið 1950 á Skipinu Esjunni þegar “Bob” kom til Íslands til að taka kvikmynd af landi og þjóð en pabbi var að koma heim úr námi sem klæðskeri. Þeir héldu saman alla tíð og voru oft á Íslandi og kvikmynda. Það voru fagnaðarfundir. Í dag (sunnudag) heldur ferðin langa áfram. Við erum búin að ferðast um 2400 mílur ( 3900 km) og eigum eftir líklega um 1400 mílur ( 2200 km). Við gerum ráð fyrir 4-5 dögum í verkefnið. Við stefnum á Smokey Mountains í North Carolina og veðurspáin og stemningin er góð.

Slétturnar miklu

rosemanbridge2Slétturnar miklu “The Great Plains” liggja í stórum dráttum milli Klettafjalla og miðvesturríkjanna. Á tveim dögum ókum við rúmar 1000 mílur að mestu á Hraðbraut ( Interstate) 80. Slétturnar virðast nánast óendalegar, þar sem vegurinn sést framundan eins langt og augað eigir. Í Colorado eru þetta nánast eyðimörk, en því lengra austur sem komið er eykst gróðurinn. Í Nebraska er talsverður landbúnaður en strjál byggð. Það hlaut að koma að því, við vorum stoppuð í Nebraska af lögreglu. Ég hafði verið á 77 mílna hraða á 65 mílna/klst svæði. Það var vegagerð í gangi og ég fylgdi bara umferðinni. Sennilega hafa þeir stoppað okkur af því ég var utansveitarmaður á Flórída númerplötum.. Lögrelguþjónninn var mjög kurteis og eiginlega leiður yfir að hafa stoppað okkur þegar við vorum búinn að spjalla við hann, - fékk 119$ sekt. Við þorðum ekki að taka mynd (áttum eingann kubb) en sáum eftir því. Í Iowa verður allt enn meira grösugt og þéttbýla. Endalausir akrar með fallegum býlum sem sitja dreifð þar sem landið fer að bylgjast meir og meir. Þeir kalla þetta “Rolling hills” á þessum slóðum en vegirnir eru beinir þannig að hann liðast upp og niður beint áfram. Allir smávegir útifrá hraðbrautinni koma hornréttir með reglulegu millibili. Við brugðum okkur út í sveitir Iowa og það er eins og að keyra á rúðustrikuðu blaði og enginn vegur liggur skáhallt, upp og niður, upp og niður hæðirnar með grösugar ekrur og bóndabýli allt í kring. Við vorum búin að ákveða að fara að skoða yfirbyggðu brýrnar í Madison sýslu í Iowa. Rosaman brúin er þeirra frægust og var leiksvið myndarinnar “Bridges of Madison County” Ég man eftir að hafa lesið um þessar brýr í National Geographic tímaritinu þegar ég var smá strákur. Þetta var skemmtileg upplifun og stemmning að standa þarna, sérstaklega fyrir þá sem hafa séð myndina. Við þurftum að þræða malarveg í 4 mílur til að komast að brúnni og sportbíllinn var nú ekki ánægður með það allur rykugur. Í fjarska var þrumuveður sem kom sífellt nær, og þegar við fórum aftur í austur kom hellidemba og þrumur og eldingar. Veðrið fór hægar en við þannig að við ókum út úr því inn í sólina aftur. Við ókum síðan Iowa endilangt og yfir Missisippi ánna yfir í Illinois. Á þessu svæði voru mikil flóð fyrir nokkrum dögum og glögglega mátti sjá ummerki um þau víða, akrar á floti og mold og drulla kringum vegina. Klukkan var orðin um átta á fimmtudagskvöld þegar við komum til Barrington í Illinois, sem er úthverfi Chicago. Það voru fagnaðarfundir, en þar búa vinir okkar Gunnar og Guðrún sem sem tóku vel á móti okkur. Við fengum okkur hressingu við laugina hjá þeim og svo góða steik að Amerískum hætti. Við ókum þessar rúmar 1000 mílur ( um 1700 km) á 2 dögum og vorum um 15 tíma á akstri. Nú hvílum við okkur hér í 2-3 daga og svo stefnum við suður “heimaáleið”.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband