Laugardagur, 6. september 2014
Þar sem hjarta Frakklands slær.
Frakkar eru sérstök þjóð. Ég er búinn að ferðast víða, en aldrei kynnst fólki sem er almennt með það sem kallað er á ensku attitude problem. Þeir þykjast ekki kunna ensku en gera það samt margir. Menn hafa leitað skýringu á þessu fyrirbæri og telja að hennar sé að leita í margra alda erjum Englendinga og Frakka. Þetta voru tvö heimsveldi sem stjórnuðu heimilinu um tíma og víða eru nýlendur sem þar sem þeir komu á fót sinni menningu bæði í austur og vesturheimi. Þegar maður kynnist þeim nánar og reynir að tala frönsku, sem er nú ekki mitt sterkasta mál, kemur allt annað upp á teningnum. Þeir eru elskulegir, hjálpsamir og yndislegir. Þeir eru hinsvegar yndislega óskipulagðir og ástríðufullir.

Við gistum hjá yndislegri ungri fjölskyldu í stóru 500 ára gömlu húsi bak við kirkjuna í litla þorpinu Lazigne sem mér dettur í hug að líkja við Búðareyri í Hrútafirði. Þau eiga tvö yndisleg lítil börn sem minna mig á barnabörnin mín.
Það var morgunmatur í eldhúsinu hjá þeim að frönskum hætti, mikið brauð álegg og kaffi. Bóndinn stökk út í bakarí hinum megin við götuna og náði í svona dæmigerð löng frönsk brauð, gl óðvolg. Með okkur var eldri maður, fæddur í Írak en hafði búið alla ævi í Englandi og var kominn á eftirlaun. Þarna upplifir maður þetta langa, slaka umhverfi, enginn að flýta sér, langar samræður, allir sögðu frá sér og sínum högum. Heil klukkustund í morgunmat ? þetta gengur ekki í mótorhjólaferð hjá okkur víkingunum, svo nú var bara að drífa sig af stað.


Við áttum frábæran dag í gengum sveitir Frakklands. Við ákváðum að stefna á Bordeux héraðið, og hér erum við í littlu þorp í hjarta vínræktarhéraðsins. Geirþrúður leiddi okkur gegnum Frakkland á fallegum leiðum. Við reyndar sögðum henni aðeins til í byrjun og stungum upp á aukaleiðum og hún samþykkti, enda fórum við blíðlega að henni í morgunsárið.


VIð komum við í "blómabæ" sem Hveragerði gæti tekið sér til fyrirmyndar. Það var búið að þræða blóm á línur yfir öllum miðbænum. Það var 20 gr hiti og ekki ský á lofti þegar við lögðum að stað í morgun og sló í 29.5 þegar við vorum komnir á áfangastað Hotel Le grand de Sel í bænum í litla bænum St Foy la Grande í hjarta Bordeux héraðs.
Það smá hitnaði á leiðinni og ég varð að rífa allt innan úr gallanum það sem er hugsað fyrir norðurslóðir og var á bol og nærbuxum undir.
Fallegar leiðir gegnum sveitir Frakklands og góður hádegisverður við Chataue al la Mairie, lítill bær með stórum kastala og góðum veitingastað.



Seinnihlutinn var alveg frábær, nafni hafði valið sveitavegi síðasta spölin og það var sannarleg mótórhjólaveisla.
Þau tóku vel á móti okkur hjónin á Hotel Le grand de Sel hann er Hollendingur en hún er frönsk og þau voru búin að vera hér lengi.
Hann lýsti efnahagsástandinu sem hræðilegu. Þeir ríku ættu allt, millstéttin stritaði fyrir háum sköttum og svo væri mikil ásókn fátækra frá gömlu nýlendunum sem leituðu að framfærslu í kerfinu og það væri mikið atvinnuleysi og mikil svört atvinnustafsemi.
Þau framreiddu frábæran mat, önd úr héraði, úrvals Bordeux vín ( úr héraði ) og ís og kaffi á eftir.

Á morgun Pyrenníafjöllin við ætlum að biðja Geirþrúði varlega í fyrramálið vinsamlegast að leiðbeina okkur á svæði vestan við Andorra og vera þar í nokkra daga og hjóla um fjöllin.
Spáin er góð, það verður bara gaman.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.