Í Frönsku sveitinni.

Ég var búinn að gleyma því hvernig er að ferðast einn.  Ekki að það sé slæmt, það er bara þannig að alla ævi hefur maður verið með öðrum, fyrst mömmu og pabba, svo kærustunni sem varð konan mín og svo með börnunum.  Það er orðið dáldið langt síðan ég var aleinn á ferð. Það er als ekki slæmt.  Það er vissulega betra á mótorhjólaferð að vera með öðrum, það getur ýmisleg komið upp á, tæknileg vandamál, samskiptavandamál, tungumálavandamál, að rata ekki vandamál.  Þetta er þó betra en áður, þar sem hjólin eru öruggari og gangvissari og allur búnaður betri.  Þar ber ekki síst að nefna Geirþrúði eins og hún er kölluð á mínu heimili.  Þetta er náttúrlega Garmin GPS staðsetningarbúnaðurinn.  Þetta er hreint út sagt ótrúleg græja.  Maður setur inn punkt og þangað leiðir hún mig.  Ég hef vanist að það þýðir ekki að mótmæla henni, þó maður haldi annað, hún hefur alltaf rétt fyrir sér eins og mamma.  Þannig hefur hún leitt mig á áfangastað á ótrúlegum krókum en alltaf kemst maður á stysta tímanum og fallegustu leiðina.  Það væri gaman ef svona tæki væri til, einskonar lífs-gps sem sendi mann á réttu leiðina alla ævi.

 

IMG_1384

 

 

IMG_1388

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég vaknaði í morgun á ferjunni eldsnemma, tímamunur orðinn 2 klst.  Fór út og andaði að mér fersku sjávar loftinu og fékk mér góðan morgunmat.  Svo var bara að pakka, fara niður á dekk, koma dótinu á hjólið og vera tilbúinn þegar ferjan kom á land og dyrnar, mér væri nær að segja húshliðin opnaðist.

 

Ég hitti hjón frá Írlandi sem eru á sama aldri, besta aldri, börnin farin og vinnan ekki að drepa fólk.  Þau voru á GS hjóli eins og ég og voru á leið til Spánar, fara á hverju ári, þau ætla til Íslands á næsta ári, þ.e. eftir að ég var búinn að sýna þeim myndirnar mínar á símanum.

 

IMG_1391

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er eins og að skipta um gír að koma til Frakklands, það er hægri umferð, allt er illa merkt og einginn skilur neitt.  Það var bara að spyrja Geirþrúði, ég ætla að hitta nafna í þorpinu Lazigne, sem var tæplega 400 km leið.  Ég stoppaði á rúmlega klst fresti í littlum þorpum yfirleitt á torginu.  Þetta er dáldið líkt allt, gömul steinhús, kirkja, torg, litlir veitingastaðir – alveg frábært.  Ekki spillti veðrið, 20-26 gráður í dag, hálfskýjað og logn.  110 (km/klst) vegirnir eru merktir N, og síðan koma minni vegir sem eru merkti D.  Umferðin var hæfileg.  Það var dáldill spenningur að hitta nafna, og kl 16.40 var ég kominn á torgið í Lazigne og stöðvaði, þar, fáir á ferli, kirkja, veitingastaður, en ekkert hótel, sem var punkturinn.  Þá kom nafni á spretti bak við kirkjuna á stuttbuxum, hann hafði heyrt í bimmanum ( BMW –hjól).  Það urðu fagnaðarfundir.  Þetta er 500 ára gamalt stórt stein hús á 3-4 hæðum sem ung hjón keyptu og eru að gera upp. Þau búa niðri með tveimur litlum skoffínum sem minna mig á barnabörnin mín. Yndislegt fólk. 

 

P1050873IMG_1392IMG_1395

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við settumst út í garð, þar sem við settum hjólin bak við hlið undir tré með útsýni yfir sveitina.  Smá hvítvín úr heimabyggð – það gerist ekki betra.  Fórum í kvöld á eina veitingastaðinn í þorpinu og fengum Crepes, aðal og eftirrétt.  Ég bað um minn venjulega eftirrétt, vanilluís, súkkulaðisósu og þeyttan rjóma og fékk það á pönnuköku, reyndar með saltri karamellusósu úr héraði, hef ekki smakkað það betra.  Þau töluð ekki orð í ensku hjónin á þeim stað en það skipti engu máli.  Lúxus máltíð f. tvo með víni, og góð þjónusta 40 Evrur- já sæll.

Á morgun niður frakkland og niður í Pyreniafjöll á Spáni – bara gaman --spáin er góð :=)) ður﷽﷽﷽﷽﷽﷽﷽að mótmæla henni, þunkt og þangað leiðir ha ið með öðrum, fyrst mömmu og pabba, svo kærustunni sem varð konan mýir﷽﷽﷽﷽﷽﷽﷽st að það þur inn punkt og þangað leiðir ha ið með öðrum, fyrst mömmu og pabba, svo kærustunni sem varð konan m


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband