Coast to coast USA 2008

Þá er komið að því.Við hjónin erum búin að vera í mörg ár með í maganum að keyra þvert yfir Bandaríkin. Við leggum af stað á morgun og fljúgum til New York og síðan til Los Angeles. Við gistum hjá vinum okkar Mike og Paula Trustdorf í LA. Þau eiga hús við hliðina á okkur í Orlando. Frábært fólk og þau ætla að heimsækja okkur á Íslandi í ágúst. Planið er að vera 3 daga í LA, m.a. er búið að bóka okkur á uppöku hjá Jay Lenno. Við verðum í salnum vonandi með íslenska fánann - fylgist með á þriðjudaginn. Síðan liggur leiðin til Las Vegas í 2 daga og svo til Grand Canyon. Þá förum við gegnum Monument Valley í Utah og til Colorado þar sem við eigum vini David og Trish. Það er löng saga að segja frá þeim vinskap en hann hófst árið 1940 þegar Bretar hernámu Ísland. Meira um það seinna. Svo förum við áfram til Chicago þar sem við eigum líka góða vini Gunnar og Guðrúnu og rennum svo niður til Flórída þar sem við ætlum að vera í nokkra daga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband