Færsluflokkur: Ferðalög

Á flótta undan hvirfilbyl

wheelKlettafjöllin eru stórfengleg, og það var skrýtið að yfirgefa þau og fara út á sléttuna miklu sem lggur um 4000 fetum neðar. Við fórum í gengum Denver í Colorado en þar er mikil umferð og talsverð mengun. Fyrir austan tekur við óendaleg slétta og við ókum veg 76 og síðan 80. Eins langt eins og augað eygir er landið flatt. Smám saman fór að þykkna upp og í útvarpinu heyrðum við að það var varað við óveðri og jafnvel hvirfilbyl á okkar slóðum. Við ókum inn í Nebraska og alltaf varð himinn dekkri og dekkri. Vi heyrðum að hvirfilbylurinn væri að færa sig austur og suður. Við vorum kominn í "Twister" land, enda er svæðið kallað "Tornado Alley" Um 10 mínútum áður en við komum á fyrirhugaðan náttstað brast á mikil rigning, svo mikil að bílarnir siluðust áfram á hraðbrautinni. Við gistum í bænum Grand Island á Holliday Inn móteli. Ég hafð verið að tala um að ég þyrfti að þrífa flugurnar af framrúðunni, en eftir steypiregnið var þess ekki lengur þörf, hún var eins og nýpússuð. Grand Island er lítill bær inni í miðju Nebraska fylgi. Að segja "I'n the middle of nowhere" á hér vel við. Mannlífið ber þess líka merki, Dæmigerðir "Rednecks" aka hér um götunar á sínum pallbílum.

Á slóðum gullgrafara

passÁ þjóðhátíðardaginn fórum við í stutta ferð yfir skarð sem er í 11.500 fet hér í nágreninu. Við fórum að skoða bæinn Fairplay sem er í um 30 mílna fjarlægð frá Breckenridge þar sem við gistum. Þegar farið er yfir þetta skarð eru vatnaskil. Allt vatn fyrir austan fellur að lokum í Missisippi fjótið sem fellur í Flórída flóa, en megnið af vatninu fyrir vestan fellur í Colorado river sem við erum búin að þræða síðan við komum frá Los Angeles. Við nánast fórum upp fyrir "barrskógarbelti" og fyrir ofan er bara köld klöppin eins og hún gerist best á Íslandi. Breckenridge og Fairplay voru á árum áður þekkt fyrir að vera gullgrafarabæir. Í kringum árið 1880 fannst gull á þessu svæði og þeir byggðust upp á örskömmum tíma. Við fórum og skoðuðum "South park city" en þar er búið að endurbyggja gamlan bæ eins og þeir voru á þessum tíma. Bærinn hefur verið notaður sem fyrirmynd í þættina "South Park" sem allir þekkja.Seinnipartinn varð ég að þrífa bílinn sem var orðinn frekar slakur fyrir svona bílasnobbara eins og mig og einnig þurfti ég að láta jafnvægistilla hjólin en ég fann titringi á hraðbrautinni. Við settumst svo í kvöldsólinni hér á svölunum hjá vinum okkar og nutum verðurblíðunnar. Á morgun heldur ferðin langa áfram til Chicago. Það er búið að vera mikið vatnsveður og flóð á því svæði en samkvæmt því sem ég les á weather.com er stytt upp og sólin að hita upp fyrir okkur leiðina.

Í Klettafjöllum

inrockymountainsÉg var búinn að gleyma því hvernig það er að vera í 3200 metra hæð. Við vorum hérna fyrir nokkrum árum og fengum þá snert af háfjallaveiki. Það er eins og það sé alltaf einhver þrýstingur í höfðinu og maður sefur illa og mæðist við það eitt að ganga upp einn stiga. Þau sem hér búa segja að það taki um 2-4 vikur fyrir fólk að jafna sig þokkalega. Hér er enn mikill snjór í fjöllum en sumarið kom fyrir 2 dögum. David og Trish fluttu til Breckenridge fyrir 16 árum frá Skotlandi. Þar var hann bóndi en þeim langaði að breyta til. Nú rekur hún fataverslun aðallega með fínan skíðafatnað sem heitir“Alpine Collections”. Hann byrjaði upphaflega á því að reka hér bar en fór fljótlega að vinna við að ryðja snjó með egin vél og á nú verktakafyrirtæki með 35 manns í vinnu. Þau hafa komið sér vel fyrir hér í fjöllunum í stóru húsi með útsýni sem á engann sinn líka. Dæturnar tvær eru farnar að heiman, Charlotte aftur til Skotlands en Nicola býr í Denver í Colorado. Við David erum búnir að vera vinir frá 10 ára aldri og höfum heyrt í hverjum öðrum eða sést mörgum sinnum á ári. Það er löng saga að segja frá því hvernig leiðir okkar lágu saman en ég ætla samt að láta hann fjúka því hún er dálítið sérstök. Árið 1940 hernámu Bretar Ísland. Með “innrásarliðinu” kom ungur skoskur hermaður Fenton T. Davidsson þá 23 ára að aldri. Móðurbróður mínum Markúsi Guðjónssyni járnsmið og honum varð fljótt vel til vina enda líkir og báðir sérstaklega vel gerðir menn. Amma mín Guðrún Jónsdóttir bauð Fenton í jólamat þar sem hann var einn á jólum, það þótti nú ekki sjálfsagt í þá daga m.v. hvernig ástandið var. Þannig kynntist móðir mín Ásta honum og síðar faðir minn Björn Guðmundsson þegar þau fóru að vera saman. Eftir stríðið fór Fenton þá orðinn verkfræðingur að vinna í Trinidad í Karabíska hafinu fyrir BP olíufélagið. Hann fór til Skotlands tvisvar á ári og kom þá alltaf við á Íslandi hjá vinum sínu. Hann giftist Helen (fædd Allan) árið 1958. Þau fóru að reka hótel í New Galloway í Skotlandi árið 1965. Þegar ég var 10 ára var ég “sendur í sveit” til þeirra. Ég átti mörg yndisleg sumur með þeim og vann sem garðyrkjumaður og töskuberi á hótelinu. Þeim varð ekki barna auðið og þau tóku mig eiginlega í fóstur og þau urðu mér mjög kær.David Allan er bróður sonur Helen og við vorum kynntir fyrir hver öðrum fyrst þegar ég kom af því að við erum jafnaldrar, og urðum fljótt perluvinir. Þessi vinskapur hefur varað allatíð síðan. Nú erum við hér félagarnir saman og okkar konum sem einnig hafa verið vinkonur í öll þau ár sem við höfum verið saman. Helen er enn á lífi, nú 85 ára og býr í Skotlandi en Fenton lést árið 1993, við hringdum í hana strákarnir í gær og hún lagði okkur lífsreglurnar eins og alltaf. Helen tala ég við um nánast í hverri viku.David vinur minn er ekki alveg heill heilsu hann á við veikindi að stríða sem aðallega hrjá lungun tímabundið, en hann mun jafna sig á 6-12 mánuðum. Ég hefði viljað senda hann til Flórída í húsið okkar en hann vill þjást hér við með súrefni í nös. Það verður erfitt að skilja við hann núna á miðvikudaginn en þá heldur ferðin langa áfram. Planið er að fara til Chicago í Illinois en það er um 2ja daga ferð um 1000 mílur, eða eins og að fara hringinn um Ísland. Það er kominn 17 júní “um allt land” eins og einhver sagði og líka hér, við höldum upp á daginn með hátíðlegum hætti, ég ætla að skella íslenska flagginu á lítilli stöng við dyrnar.Bætti við nokkrum mundum - Gleðilega hátíð !

Frá Utah til Colorado

arches1Víða í Bandaríkjunum sérstaklega í vesturhlutanum er mikil og sérstök náttúrufegurð. Heimamenn hafa á friðlýst svæði, lokað þeim og gert umbúnað allan fyrsta flokks. Í “National parks” er nær allsstaðar móttökumiðstöð og vegir,merkingar og stígar til fyrirmyndar. Við vorum búinn að sjá þetta í Grand Canyon National park en nú var komið að því að skoða Arches National park í austurhluta Utah en hann er nálægt Moab. Hér eru jarðmyndanir úr sandsteini sem tekið hafa á sig hinar ýmsu myndir eftir að veður vatn og vindar hafa sorfið þetta í miljónir ára. Það er malbikaður vegur um allt svæðið sem er mjög stórt og öllu lýst með merkingum og myndum. Það er líklega best að skoða myndirnar í Albúminu. Við dvöldum þarna á 3ja tíma í blíðskaparveðri, gengum og keyrðum um með blæjuna niðri. Um hádegi var orðið vel heitt eða um 90 gr. Farenheit ( 32 gr. Celcius). Þannig að toppurinn fór upp og kælingin á. Við ókum veg 128 upp með Colorado ánni frá Moab þar sem við höfðum gist. Við athugðum ekki fyrr en liðið var á daginn að tíminn hafði breyst og færst 1 klst. Fram, komin á “Moutain time” Það var gaman að sjá mikilfenglegt gljúfrið og þar voru menn á ferð á stórum gúmmíbátum í “River rafting”. Við héldum svo áfram upp á hraðbrautina I 70 sem liggur í raun í gegnum öll bandaríkin. Í Utah vorum við í eyðimörk með Klettafjöllin en þegar komið var inn í Colorado stungum við okkur inn í dalina í Klettfjöllunum. Smám saman urðu dalirnir að gljúfrum og fjöllin hækkuðu. Við ókum á I 70 í gegnum “Glenwood canyon”. Þar hafa menn gert veginn þannið að hann veldur ekki spjöllum á náttúrunni nema að litlu leyti og kannski fyrst og fremst útlitslega. Vegurinn er byggður upp á súlum og þar sem ekki er pláss fyrir tvær akbrautir hlið við hlið eru þær misháar og skarast eða að vegurinn fer í gegn um göng. Við fórum gegnum Vale, þekktan skíðastað og þar er snjór enn í efstu brekkum. Þá fórum við yfir Vale skarðið sem er í um 10.500 feta hæð (3.200 metrar) og kallað “The Summit” Þar var snjór við hliðina á veginum. Hitinn fór niður í 66 gr. F en hafði verið 90 gr. F neðst í dölunum. Blæjan féll því og við ókum í því sem kalla má íslenskt sumarveður. Við komum loks til Breckenridge um 6 leytið og það vorum fagnaðar fundir með vinum okkar Trish og David. Þau búa í um 10.500 feta hæð með stórkostlegt útsýni. Það var hressing á pallinum, góður matur og við spjölluðum langt fram eftir kvöldi.

Föstudagur 13 júní - Litbrigði jarðarinnar.

audiimonumentvalleyVið vöknuðum snemma í Grand Canyon, sólin skein og það var logn. Útsýnið var stórkostlegt. Morgunmatur á svölunum og svo “back to business” – ferðin langa heldur áfram. Við ókum eftir gljúfurbarminum til austurs og við og við blasti glúfrið mikla við. Við ókum veg 64 og svo veg 163 upp til Utah. Við fórum í gegn um “Painted desert” og “Monument Valley”. Litbrigði jarðarinnar og jarðmyndanir eru stórkostleg á þessu svæði. Það er ekki hægt að lýsa þessu þið sem þetta lesið verðið að kíkja á myndirnar. Við ókum í gegn um svæði Navajo indíána og þar var greinilega fátækt og “allt í drasli” Við ókum veg 191 upp til Moab sem er lítill bær í austurhluta Utah. Þar gistum við og fórum í kvöldgöngu í fallegu og hlýju veðri.

Þjóðleið 66

route66mirrorVið vöknuðum snemma. Helga skellti sér í nudd og ég gekk frá farangri og lét sækja bílinn sem var í geymslu. Þetta hótel er þvílíkt stórt að það er með ólíkindum að farangurinn skuli komast niður að bíl - minnir mann á flugstöð. Alstaðar er maður að gefa þjórfé, sá sem sótti töskurnar, sá sem kom með bílinn og sá sem kom með töskurnar að bílnum. Skrýtið kerfi en svona er það í henni Ameríkunni. Við ókum út úr Las Vegas um 10 leytið og létum “Garminn” koma okkur áleiðis. Við ókum veg 93 að Hoover stíflunni sem er í um 40 mílna fjarlægð frá Las Vegas. Þegar þangað kom blasti við okkur sjón. Stíflan var byggð á árunum 1931-1935 og var á sínum tíma mikið stórvirki. Menn stífluðu Colorado ánna til að framleiða rafmagn og hafa stjórn á ferskvatnsbúskaps svæðisins. Stíflan er mikilfengleg og stór þar sem hún stendur eins og tappi í gljúfrinu. Stöðuvatnið sem hún myndar teygir sig mjög langt inn í landið. Náttúran hér er mikilfengleg og hana hefur maðurinn beislað. Það vekur nokkurn ugg hjá mönnum hér að vatnsborðið  fer stöðugt lækkandi og ef svo heldur áfram kemur til með að vanta neysluvatn á Los Angeles svæðið. Eftir morgungönguna upp og niður tröppur héldum við áleiðis, nú komin til Arizona. Vegur 93 að Kingman í Arizona minnir mann dálítið á Ísland, okkur fannst við fyrst vera í Grafningnum og síðan á leiðinni til Keflavíkur í hrauni með fjöll á vinstri hönd. Það eina sem var öðruvísi var það að við vorum á blæjubíl í rúmlega 30 stiga hita og sól. Við gáfumst upp því þegar hitinn fór hækkandi og skelltum þakinu á og loftkælingunni í gang. Í Kingman komust við á þjóðleið 66 eða route 66 eins og heimamenn kalla veginn. “Mother road” eins og heimamenn kalla veginn, liggur frá Chicago til Los Angeles. Þetta er vegurinn sem notaður var til að komast frá austurströndinni til vesturs. Á seinni árum hafa hraðbrautir tekið við en við ókum um eins mikið af gamla veginum eins og við gátum. Við komum til Seligman og síðan til Williams í Arizona sem eru gamlir bæjir sem standa við þjóðveginn. Þá lá leiðin í norður veg 64 til Grand Canyon. Það var nokkuð liðið á daginn þannig að við opnuðum toppinn og keyrðum í eftirmiðdagssólinni og tæplega 30 stiga hita. Grand Cayon eða “Miklagljúfur” er ekki hægt að lýsa, maður verður bara að upplifa það, allt í einu stendur maður á barminum. Við sem sjaldnast verðum kjaftstopp vorum agndofa. Í kvöldroðanum horfðum við bara, 5 mílur yfir á bakkann hinumegin og 6000 fet niður allt rauðglóandi. Þessu er ekki hægt að lýsa, vonandi geta myndirnar lýst þessu að einhverju leyti. Við fengum mjög góða gistingu og kvöldmat við gljúfurbarminn og sólsetrið var stórfenglegt á svölunum svo ekki verði meira sagt.Á morgun (föstudagur 13 ! ) Monument Valley og Utah. Eins gott að fara varlega

Setti fleiri myndir í albúmið. 


Las Vegas

thestripÞessi borg er alveg hreint ótrúleg – eins og vin í eyðimörkinni. Ég held að maður verði að koma hingað og standa á aðalgötunni “The Strip” til að ná þessu. Hér iðar allt í mannlífi, glæsibyggingum, og stöðugum nið frá umferð og tónlist við gangstéttina. Ljósadýrðin á enga sinn líka, þetta er eins og í ævintýraveröld. Við vöknuðum snemma og fórum út að ganga sem lið í heilsuátakinu “hreyfing klukkutími á dag með Atkins” sem við ákváðum að stunda í ferðinni. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Það er sko bara beikon og egg í morgunmat og ekkert brauð. Hitinn kl 7 í morgun (miðvikudag) var þægilegur, um 25 gr. C og ekki skýhnoðri á himni. Helga skellti sér nudd og ég fékk fór í skoðunarferð hér á næstu hótel. Eftir hádegi var tilvalið að liggja “by the pool” og njóta sælunnar. Það var ansi heitt í sólinni og því gott að liggja í skugganum með kaldan drykk. Þeir eru snillingar hér að “plokka” af manni aurinn, maður borgar bara brosandi 15$ fyrir 6 risarækjur á ískurli og hálfri sítrónu við laugarbarminn – tóm hamingja. Gott að liggja og hlaða battaríin fyrir ferðlagið sem heldur áfram á morgun, og nú þarf að fara að slá í klárinn til að komast til Flórída fyrir haustið. Maturinn og þjónustan hér er frábær en kostar sitt. Umhverfið er ótrúlegt, þannig sátum við í kvöldmat á ítölskum stað torgi í gervi- Feneyjum með gervi-himni innanhúss, ítölskum aríum og gondólar sigldu framhjá. Eftir ítalskan mat á torginu og eitt gott hvítvínsglas gleymir maður alveg hvar maður er staddur. Við skelltum okkur náttúrlega í gondóla siglingun ( á 3 hæð í 2000 herbergja hóteli ) og svo pínu gambling. Helgu telst til að hún hafi unnið $13 og ll cent eftir nokkuð langa yfirlegu á spilakössunum.Nú ferðalagið áfram, Hoover stíflan, þjóðvegur 66 og Milklugljúfur ( Grand Canyon). Spáin er góð svo það er öruugglega hægt að hafa blæjuna opna fyrir hádegi.

Eyðimörkin.

vidvenetianVið fórum áleiðis til Las Vegas í gærmorgun og þar með var bílferðin langa, áralangur draumur okkar hafin. Það var frekar svalt ( um 16 gr C) og skýjað. Umferðin í gegnum Los Angeles var “ógurleg” – hröð og mikil og mikil mengun grúfði yfir öllu. Þeir eru farnir að hafa miklar áhyggjur af hækkandi bensínverði enda gallonið (3.7 lítrar) komið í $ 4.75 á þessu svæði. Í nær öllum bílum er bara einn maður og nær engar almennings-samgöngur. Það er ekki skrýtið að allt sé að kafna í mengun og umferð. Kannski er hátt bensínverð bara lausnin – byrjunin á endalokum bensínbílsins,- því það er mikil umræða í gangi í fjölmiðlum hér um hvaða aðrar leiðir eru til í samgöngum og til að spara bensín. Menn spá því að innan 10-15 ára verði hér allt samgönguumhverfi gerbreytt enda hefur maður það á tilfinningunni þegar maður ferðast á hraðbrautunum kringum LA að lengra verði ekki komist í ruglinu. Mengunin minnkaði smám saman þegar við komumst út úr LA og upp í fjöllin og við tók Mojave eyðimörkin. Það hvarf smám saman allur gróður og hitastigið fór hækkandi. Hafi okkur dottið í hug að setja blæjuna niður þá hvarf sú hugsun þegar hitinn var kominn í 100 F( Farenheit - um 35 gr. C) og sólin spratt út úr skýjum og mengun. Okkur fannst á tímabili eins og við værum á Nesjavallaveginum á leiðinni austur, nema að hér voru fjórar akreinar og allir steinar og sandur ljósbrúnn. Hæst fór hitinn í 114 gr. F ( um 45 gr.C). Þetta virtist alveg óendaleg leið með engri byggð en allt í einu við fylkismörk Nevada kom heilt “Resort” í ljós. Ástæðan fyrir þessu er sú að í Nevada er fjárhættuspil leyft. Við skriðum síðan inn í Las Vegas seinnipartinn og þar var vel heitt en þurrt. Við vorum búin að ákveða fyrirfram að gista á “ The Venetian” – dýrt en, ég verð að segja aðeins meira en meirháttar ef það er nú til. Verðið er þó ekki í samræmi við það því hér ætla menn sér að hafa fé af ferðalöngum sem vilja stunda fjárhættuspil. Það var ansi heitt og mollulegt þegar við komum seinnipartinn. Hótelið á ekkert sitt líkt sem ég hef séð í heiminum 2000 herbergi og allt fært í stíl Feneyja og Ítaliu, þannig að meira að segja gondólar sigla gegnum hótelið. Við fengum okkur góða steik og það var bara pínulítið gamblað. Meira frá Vegas í næstu grein. Setti nokkar nýjar myndir inn. Keyrðum um 290 mílur í gær.

Laguna beach og Hollywood

gbonbeach

Í gær fórum við seinnipartinn í bíltúr suðurmeð ströndinni.  Við enduðum íLaguna Beach sem er staður hinna ríku og frægu.  Ég held að ég hafi aldrei séð eins mikið af Ferrari,Lamborgini og Bentley bílum á einum degi, þetta var hreinræktuð veisla.

Um kvöldið fóru stelpurnar að sjá myndina Sexand the city og Mike sýndi mér hafnarsvæðið hér í Long Beach.  Ólík áhugamál er óhætt að segja.  Höfnin er sú stærsta í Bandaríkjunum,þannig fer um þriðjungur af innflutningi þeirra fer um þessa höfn. Það vargaman að keyra með blæjuna niðri í hlýju kvöldhúminu. Við komum frekar seintheim og stelpurnar vorum ánægðar með bíóferðina.

Í morgun fórum við snemma í gönguferð og fórumsíðan upp með ströndinni til Santa Monica og þaðan til Hollywood.  Við skoðuðum "Graumans chinesetheather" þar sem allar frægu stjörnurnar hafa fest hendur sínar og fætur ísteypu á gangstéttinni.  Til aðkóróna allt vorum við boðin í stúdío NBC til að horfa á upptöku á þætti JayLeno. Paula útvegaði þetta enda öllum hnútum kunnug í þeim bransa.  Við vorum alveg uppgefin í kvöld ogfengum okkur kínverskan hér heima. Á morgun leggjum við í hann í bílferðina löngu og förum fyrst til LasVegas og ætlum að vera þar í 2 daga. Það er búið að vera mjög gaman hjá vinum okkar hér og kynnast borgenglanna og því hvernig lífi þau lifa hér. Fleiri myndir eru. komnar í albúmið.


Í borg englanna

Þá er fyrsti dagurinn liðinn og sá næsti hafinn.  Við erum aðeins að komast á tíma heimamanna, en enn frekar kvöldsvæf.  Ég fór í bíltúr á bílnum meðfram ströndinni með blæjuna niðri að sjálfsögðu enda yfir 20 stiga hiti. Mike sýndi mér ýmislegt hér í kring og þar á meðal fjöldi af olíuborholum sem verið hafa í gangi síðan um 1920. Þar ámeðal var ein hola sem var sú fyrsta frá 1913 að mig minnir og þar með hófst olíuvinnsla hér.  Hér utan við ströndinaeru líka fjöldi smáeyja sem eru tilbúna dulbúnar með pálmun og húsum, en þarfer fram u þó að manni detti það ekki í hug.  Seinnipartinn í gær leigði ég mér línuskauta og fór hér um 10 mílur á stíg við höfnina og ströndina, alvegfrábært. Í eftirmiðdag var svo léttur kokteill á svölunum og svo fórum við útað borða.  Fórum á Parkerslighthouse sem er alveg við Queen Mary sem hér hefur legið við festar frá þvíhún hætti siglingum fyrir Cunard í Bretlandi. Við gengum heim í kvöldhúminu,það var aðeins farið að kólna og dálitill blástur að sunnan.   Mike og Paula komu Helgu á óvartog voru með þessa fínu afmælistert á örðum í afmæli og við höfðum smáafmælispartý og settum upp húfur í tilefni dagsins.  Frekar var maður nú orðinn framlágur um 11 leytið. Ég hrökk upp í nótt við mikið sírenugól en sofnaði aftur eins og steinn. Löbbuðum áðan í 1 klst á ströndinni og fegnum okkur þennan líka fína Brunch á ströndinni.

 Í dag ætlum við að fara í bíltúr meðframströndinni og skoða okkur frekar um í borg englanna.

Það var einhver að spyrja mig hvernig við þekkjum Mike og Paulu.  Jú það er þannig að þau byggðu hús við hliðan á okkur í Orlando og með okkur tókst strax mikill og góður vinskapur. þau ætla að koma til Íslands í fyrsta skipti í ágúst og hlakkar mikið. til.

aptview

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband