Færsluflokkur: Ferðalög
Fimmtudagur, 19. júní 2008
Á flótta undan hvirfilbyl

Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Á slóðum gullgrafara

Ferðalög | Breytt s.d. kl. 03:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Í Klettafjöllum

Ferðalög | Breytt 24.6.2008 kl. 03:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 15. júní 2008
Frá Utah til Colorado

Ferðalög | Breytt 23.6.2008 kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 15. júní 2008
Föstudagur 13 júní - Litbrigði jarðarinnar.

Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. júní 2008
Þjóðleið 66
Við vöknuðum snemma. Helga skellti sér í nudd og ég gekk frá farangri og lét sækja bílinn sem var í geymslu. Þetta hótel er þvílíkt stórt að það er með ólíkindum að farangurinn skuli komast niður að bíl - minnir mann á flugstöð. Alstaðar er maður að gefa þjórfé, sá sem sótti töskurnar, sá sem kom með bílinn og sá sem kom með töskurnar að bílnum. Skrýtið kerfi en svona er það í henni Ameríkunni. Við ókum út úr Las Vegas um 10 leytið og létum Garminn koma okkur áleiðis. Við ókum veg 93 að Hoover stíflunni sem er í um 40 mílna fjarlægð frá Las Vegas. Þegar þangað kom blasti við okkur sjón. Stíflan var byggð á árunum 1931-1935 og var á sínum tíma mikið stórvirki. Menn stífluðu Colorado ánna til að framleiða rafmagn og hafa stjórn á ferskvatnsbúskaps svæðisins. Stíflan er mikilfengleg og stór þar sem hún stendur eins og tappi í gljúfrinu. Stöðuvatnið sem hún myndar teygir sig mjög langt inn í landið. Náttúran hér er mikilfengleg og hana hefur maðurinn beislað. Það vekur nokkurn ugg hjá mönnum hér að vatnsborðið fer stöðugt lækkandi og ef svo heldur áfram kemur til með að vanta neysluvatn á Los Angeles svæðið. Eftir morgungönguna upp og niður tröppur héldum við áleiðis, nú komin til Arizona. Vegur 93 að Kingman í Arizona minnir mann dálítið á Ísland, okkur fannst við fyrst vera í Grafningnum og síðan á leiðinni til Keflavíkur í hrauni með fjöll á vinstri hönd. Það eina sem var öðruvísi var það að við vorum á blæjubíl í rúmlega 30 stiga hita og sól. Við gáfumst upp því þegar hitinn fór hækkandi og skelltum þakinu á og loftkælingunni í gang. Í Kingman komust við á þjóðleið 66 eða route 66 eins og heimamenn kalla veginn. Mother road eins og heimamenn kalla veginn, liggur frá Chicago til Los Angeles. Þetta er vegurinn sem notaður var til að komast frá austurströndinni til vesturs. Á seinni árum hafa hraðbrautir tekið við en við ókum um eins mikið af gamla veginum eins og við gátum. Við komum til Seligman og síðan til Williams í Arizona sem eru gamlir bæjir sem standa við þjóðveginn. Þá lá leiðin í norður veg 64 til Grand Canyon. Það var nokkuð liðið á daginn þannig að við opnuðum toppinn og keyrðum í eftirmiðdagssólinni og tæplega 30 stiga hita. Grand Cayon eða Miklagljúfur er ekki hægt að lýsa, maður verður bara að upplifa það, allt í einu stendur maður á barminum. Við sem sjaldnast verðum kjaftstopp vorum agndofa. Í kvöldroðanum horfðum við bara, 5 mílur yfir á bakkann hinumegin og 6000 fet niður allt rauðglóandi. Þessu er ekki hægt að lýsa, vonandi geta myndirnar lýst þessu að einhverju leyti. Við fengum mjög góða gistingu og kvöldmat við gljúfurbarminn og sólsetrið var stórfenglegt á svölunum svo ekki verði meira sagt.Á morgun (föstudagur 13 ! ) Monument Valley og Utah. Eins gott að fara varlega
Setti fleiri myndir í albúmið.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Las Vegas

Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Eyðimörkin.

Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Laguna beach og Hollywood

Í gær fórum við seinnipartinn í bíltúr suðurmeð ströndinni. Við enduðum íLaguna Beach sem er staður hinna ríku og frægu. Ég held að ég hafi aldrei séð eins mikið af Ferrari,Lamborgini og Bentley bílum á einum degi, þetta var hreinræktuð veisla.
Um kvöldið fóru stelpurnar að sjá myndina Sexand the city og Mike sýndi mér hafnarsvæðið hér í Long Beach. Ólík áhugamál er óhætt að segja. Höfnin er sú stærsta í Bandaríkjunum,þannig fer um þriðjungur af innflutningi þeirra fer um þessa höfn. Það vargaman að keyra með blæjuna niðri í hlýju kvöldhúminu. Við komum frekar seintheim og stelpurnar vorum ánægðar með bíóferðina.
Í morgun fórum við snemma í gönguferð og fórumsíðan upp með ströndinni til Santa Monica og þaðan til Hollywood. Við skoðuðum "Graumans chinesetheather" þar sem allar frægu stjörnurnar hafa fest hendur sínar og fætur ísteypu á gangstéttinni. Til aðkóróna allt vorum við boðin í stúdío NBC til að horfa á upptöku á þætti JayLeno. Paula útvegaði þetta enda öllum hnútum kunnug í þeim bransa. Við vorum alveg uppgefin í kvöld ogfengum okkur kínverskan hér heima. Á morgun leggjum við í hann í bílferðina löngu og förum fyrst til LasVegas og ætlum að vera þar í 2 daga. Það er búið að vera mjög gaman hjá vinum okkar hér og kynnast borgenglanna og því hvernig lífi þau lifa hér. Fleiri myndir eru. komnar í albúmið.
Ferðalög | Breytt 30.6.2008 kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 8. júní 2008
Í borg englanna
Þá er fyrsti dagurinn liðinn og sá næsti hafinn. Við erum aðeins að komast á tíma heimamanna, en enn frekar kvöldsvæf. Ég fór í bíltúr á bílnum meðfram ströndinni með blæjuna niðri að sjálfsögðu enda yfir 20 stiga hiti. Mike sýndi mér ýmislegt hér í kring og þar á meðal fjöldi af olíuborholum sem verið hafa í gangi síðan um 1920. Þar ámeðal var ein hola sem var sú fyrsta frá 1913 að mig minnir og þar með hófst olíuvinnsla hér. Hér utan við ströndinaeru líka fjöldi smáeyja sem eru tilbúna dulbúnar með pálmun og húsum, en þarfer fram u þó að manni detti það ekki í hug. Seinnipartinn í gær leigði ég mér línuskauta og fór hér um 10 mílur á stíg við höfnina og ströndina, alvegfrábært. Í eftirmiðdag var svo léttur kokteill á svölunum og svo fórum við útað borða. Fórum á Parkerslighthouse sem er alveg við Queen Mary sem hér hefur legið við festar frá þvíhún hætti siglingum fyrir Cunard í Bretlandi. Við gengum heim í kvöldhúminu,það var aðeins farið að kólna og dálitill blástur að sunnan. Mike og Paula komu Helgu á óvartog voru með þessa fínu afmælistert á örðum í afmæli og við höfðum smáafmælispartý og settum upp húfur í tilefni dagsins. Frekar var maður nú orðinn framlágur um 11 leytið. Ég hrökk upp í nótt við mikið sírenugól en sofnaði aftur eins og steinn. Löbbuðum áðan í 1 klst á ströndinni og fegnum okkur þennan líka fína Brunch á ströndinni.
Í dag ætlum við að fara í bíltúr meðframströndinni og skoða okkur frekar um í borg englanna.
Það var einhver að spyrja mig hvernig við þekkjum Mike og Paulu. Jú það er þannig að þau byggðu hús við hliðan á okkur í Orlando og með okkur tókst strax mikill og góður vinskapur. þau ætla að koma til Íslands í fyrsta skipti í ágúst og hlakkar mikið. til.

Ferðalög | Breytt 9.6.2008 kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)