Færsluflokkur: Ferðalög

Komin til LA

Ta erum vid lent her i Los Angeles.  Paul og Mike toku 'a moti okkur.  Vid attum mjog gott flug fra New York med United. Lenntum a s.k. Premium service og tar var fotaplassid um 2 m og hagt ad leggja sig.  Thjonustan var alveg frabaer, og vorum vid leyst ut med flosku af koldu hvitvini.  Paula og Mike bua a Long beach i um 20 min fjarlaegd fra flugvellinum.  Vid satum uti a svolum hja teim i gaerkvoldi og horfdum ut yfir sjoinn audvitad med sma kokteil og steik.  Vid vorum ordin ansi framlag kl 11 i gaerkveldi og steinsvafum til kl. 7 i morgun a stadartima.  Forum i 2 tima gonguferd um strondina og fengum okkur svo morgunmat a ekta ameriskum "diner". Tad er farid ad nalgast hadegi nuna og hitinn kominn yfir 20 stig og solin ad brjostast ut ur morguntokunni. Vid aetlum ad fara i sma skodunarferd med teim i dag ekta bleajubilavedur.  Billinn kom heill a hufi fra Orlando fyrir nokkrum dogum og er her inni i bilskur. Setjum inn myndir a morgun.

 


Á leið til New York.

Nú sitjum við hér á flugstöð Leifs heppna og finnst við vera heppnustu manneskjur sem til eru. Þetta eru náttúrulega alger forréttindi að fara í svona ferð. Það er auðvitað líka árræðni að "drífa sig" í svona ferð. Margir tala bara um það, enn fleirum langar, en við ákváðum að láta drauminn rætast nú þegar að við höfum komið börnunum okkar til manns.
Við sitjum hér eins og littlir krakkar á betri stofunni og það tístir í okkur af spenningi. Skál í Champange af því Helga á afmæli í dag.

Coast to coast USA 2008

Þá er komið að því.Við hjónin erum búin að vera í mörg ár með í maganum að keyra þvert yfir Bandaríkin. Við leggum af stað á morgun og fljúgum til New York og síðan til Los Angeles. Við gistum hjá vinum okkar Mike og Paula Trustdorf í LA. Þau eiga hús við hliðina á okkur í Orlando. Frábært fólk og þau ætla að heimsækja okkur á Íslandi í ágúst. Planið er að vera 3 daga í LA, m.a. er búið að bóka okkur á uppöku hjá Jay Lenno. Við verðum í salnum vonandi með íslenska fánann - fylgist með á þriðjudaginn. Síðan liggur leiðin til Las Vegas í 2 daga og svo til Grand Canyon. Þá förum við gegnum Monument Valley í Utah og til Colorado þar sem við eigum vini David og Trish. Það er löng saga að segja frá þeim vinskap en hann hófst árið 1940 þegar Bretar hernámu Ísland. Meira um það seinna. Svo förum við áfram til Chicago þar sem við eigum líka góða vini Gunnar og Guðrúnu og rennum svo niður til Flórída þar sem við ætlum að vera í nokkra daga.

 


Myndir frá ferðalögum

Ég hef nú legið lágt á blogginu og verið að átta mig á hvering það nýtist best. Ákvað að dunda mér við á næstunni að setja inn myndir af helst áhugamálinu, mótorhjólum og ferðalög á þeim. Sjáum til hvernig því verður tekið.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband