Reykjavik Dublin

Ég er búinn að ganga með í maganum í nokkurn tíma að hafa hjólið mitt erlendis yfir veturinn og nota það eins og hægt er í stað þess að láta það sitja inni í skúr í 6-7 mánuði yfir veturinn.  Það eru eingin not af þvi það tekur pláss og verður rafmangslaust.  Það eru líka mörg kvöldin og næturnar í skammdeginu sem maður hallar sér aftur og óskar þess að vera í mótorhjólaferðalagi.  Það jafnast fátt á við það.

Vinur minn til margra ára Guðmundur Bjarnason og ferðafélagi var á leið í Evrópuferð í haust.  Hann fór með Norrænu síðustu viku með hjólið sitt og er kominn til Þýskalands.  Ég var alveg friðlaus, og ákvað að skella mér með og geyma Doctorinn úti í Evrópu í vetur.  Þannig er hægt að fara einu sinni eða tvisvar í ferð og skoða heiminn.

Vinir mínir hjá Air Atlanta og Bláfugli sáu eingin tormerki á þessu.  Ég er kominn til Dublin á Írlandi með Doctorinn og er á leið á morgun fimmtudag, niður til Rosslare á Írlandi til að taka ferju yfir til Frakklands.  Stefnan er tekin á Pyreniafjöllin og síðan ætlar Doctorinn að hafa vetrardvöl í Mílanó hjá Sigga Sigfúsar vini mínu sem þar er með aðsetur.

Spáin er góð - það eru bjartir dagar framundan á fleiri en einn hátt.

Takk Bláfugl! :=))IMG_1352IMG_1346


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband