Dublin- Frakkland

Ég var snemma á fótum og var dálítið spenntur að sjá hvernig það myndi ganga að ná Doctornum út úr tolli á flugvellinum.  Michael Clince Bláfuglsmaðurinn í Dublin kom og sótti mig á hótelið kl 8.  Mjög þægilegur maður og við spjölluðum heilmikið saman.  Hann hjálpaði mér að ná hjólinu út úr tollinum, við endasendumst milli margra aðila, en þetta gekk.  Rúmlega kl 9 var hjólinu rúllað út úr vörugeymslunni.  Það sá ekki á Doctornum hann var alveg óskaddaður eftir ferðalagið.  Ég dreif mig í gírinn og var farinn af stað 9.40.  Veðrið var yndislegt 19 gr hiti og sól.  Þegar ég hafði keyrt smá stund var mér farið að hitna á höndunum og sá það að hitinn var á handföngunum eftir síðustu ferð á Íslandi í næðingi.

IMG_1353IMG_1354IMG_1355

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég ók M50 gegnum Dublin og suður til Rosslare um 3ja tíma ferð.  Ég stoppaði á leiðinni, og fékk mér kaffi og pæ í blíðunni.  Ákvað líka að taka sveitaveginn síðast, hann minnti mig á Galloway þar sem ég á mínar rætur að hluta.  Tankaði Doctorinn enda hann orðinn þyrstur.

IMG_1359IMG_1360

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar ég kom á ferjustaðinn var heilmikil umferð, mótorhjól og húsbílar og önnur faratæki. Hitti náttúrlega strax mótorhjólafólk, íra, frakka og þjóðverja og allir dáðust þeir að Doctornum og uppruna hans á Íslandi og sögum af ferðalögum og náttúru.  Ég held að þeir ætli allir til Íslands næsta sumar.  

IMG_1365IMG_1366IMG_1368

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna beið ferjan Oscar Wilde frá Irish Ferries,sem ég held að Norðmenn eigi. Rúllaði um borð, var komin úr gallanum vegna hitans og með derhúfu.  Mikið og stórt skip og ég fékk ágætis kabínu sturta og alles. Skellti mér í sturtu og“sprittgallann” og settist út.  Þetta er eins og skemmtiferðaskip.  Ég sat úti við brottför í blíðunni með einn Írskan ískaldan og naut blíðunnar. Það var farið að vagga eftir kvöldbitann svo ég lagði mig bara og lagðist í sjóvarp lestur og skiftir.

Það er merikleg upplifun að fara með hjólið sitt í flugi og á skipi á nánast sama sólarhring og skipta um umhverfi og verðurfar.

Á morgun Frakkland, og ég ætla að hitta nafna Bjarnason vin minn í litlum bæ þar sem hann er að skoða eitthvað í sínu fagi, ég held að það sé einhver “rotþróarsugu” framleiðandi fyrir vörubíla.  Við förum svo áfram suður – spáin er mjög góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband